Club Romantica

 

Club Romantica eftir Friðgeir Einarsson í uppsetningu leikhópsins Abendshow Theatre Club í samstarfi við Borgarleikhúsið.

Árið 2008 keypti sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson nokkur myndaalbúm á flóamarkaði í Belgíu. Albúmin tilheyrðu greinilega öll sömu konunni og innihéldu m.a. myndir af brúðkaupi konunnar sem og myndir af tveimur sólarlandaferðum hennar til Mallorca. Eftir að hafa vandræðast með albúmin í 10 ár ákvað Friðgeir að reyna að hafa upp á konunni og skila henni albúmunum. Club Romantica er heimildarleikhús sem  fjallar um þessa tilraun Friðgeirs og það sem hann uppgötvar á leiðinni. 

Club Romantica var frumsýnt 28. febrúar 2019 í Borgarleikhúsinu og sýnt í yfir tvö ár fyrir fullu húsi. Sýningin hlaut Grímuna sem leikrit ársins árið 2018 en var einnig tilnefnt sem sýning ársins, fyrir tónlist ársins og fyrir leikstjórn ársins. 

Club Romantica
Flytjendur: Friðgeir Einarsson og Snorri Helgason
Höfundur: Friðgeir Einarsson
Leikstjóri: Pétur Ármannsson
Tónlist: Snorri Helgason
Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson & Pálmi Jónsson
Dramatúrg og sviðshreyfingar: Ásrún Magnúsdóttir
Framleiðandi: Ragnheiður Maísól Sturludóttir

 
Ljósmynd: Owen Fiene

Ljósmynd: Owen Fiene

Previous
Previous

Tjaldið

Next
Next

Ég dey