Sérstæðan - libretto

Sérstæðan

Spírall birtist
fyrir ofan mig
snérist og snérist
einskonar ormagöng
öfugan sólarhring.

Færðist nær og nær
eins og skrúfa sem ætlaði í mig
opnaðist
fyrst smátt, svo meira
líkt og hann væri að kalla á mig
galopnaðist.

Allt í einu
var ég ekki lengur hér
ég var hvergi.

Það gerðist skyndilega, óvænt
það kom aftan að mér.

Þar sem ég hvarf
horfði ég á líkamann
skilinn eftir
líflausan
samt ekkert dauðyflis slytti
hann iðaði í skinninu.

Hann fór að freyða
froða vall úr handarkrikunum
spýttist úr augunum
eyrunum
freyddi úr naflanum
úr klofinu
frussaðist
úr hverju gati á líkamanum.

Blandaðist litum umhverfisins
freyddi saman við landslagið
eins og þykk málning.

Skynfærin urðu að ryki
sem þyrlaðist upp
og settist loks á klettana
kalt og þurrt.

Ég og landslagið runnum saman
í víðfema froðu
sem fór að bráðna
leka
drjúpa
drip, drop, drjúpa
gufa upp.

Gufan læddist um
lág dalalæða
skríðandi fljótandi
allsherjar þoka
umvafði allt.

Ég gufaði upp.

Eins og reykur
sem rís úr iðrum jarðar
með vott af brennisteinslykt.

Þar til að ekkert situr eftir.

Nema endalausar minningar af einhverju
sem áður var.

Og nú er ég hér.

  • Spírall birtist
    fyrir ofan mig
    snérist og snérist
    einskonar ormagöng
    öfugan sólarhring.

    Færðist nær og nær
    eins og skrúfa sem ætlaði í mig
    opnaðist
    fyrst smátt, svo meira
    líkt og hann væri að kalla á mig
    galopnaðist.

    Allt í einu
    var ég ekki lengur hér
    ég var hvergi.

    Það gerðist skyndilega, óvænt
    það kom aftan að mér.

    Þar sem ég hvarf
    horfði ég á líkamann
    skilinn eftir
    líflausan
    samt ekkert dauðyflis slytti
    hann iðaði í skinninu.

    Hann fór að freyða
    froða vall úr handarkrikunum
    spýttist úr augunum
    eyrunum
    freyddi úr naflanum
    úr klofinu
    frussaðist
    úr hverju gati á líkamanum.

    Blandaðist litum umhverfisins
    freyddi saman við landslagið
    eins og þykk málning.

    Skynfærin urðu að ryki
    sem þyrlaðist upp
    og settist loks á klettana
    kalt og þurrt.

    Ég og landslagið runnum saman
    í víðfema froðu
    sem fór að bráðna
    leka
    drjúpa
    drip, drop, drjúpa
    gufa upp.

    Gufan læddist um
    lág dalalæða
    skríðandi fljótandi
    allsherjar þoka
    umvafði allt.

    Ég gufaði upp.

    Eins og reykur
    sem rís úr iðrum jarðar
    með vott af brennisteinslykt.

    Þar til að ekkert situr eftir.

    Nema endalausar minningar af einhverju
    sem áður var.

    Og nú er ég hér.

    xt goes here