This is what we do

  • Production

    Við höldum utan um alla þætti framleiðsluferlisins. Við sjáum um framkvæmdastjórn, fjármögnun og fjárhagsáætlun. Við aðstoðum við að finna samstarfsaðila, sjáum um markaðssetningu og almannatengsl. Við veitum listræna ráðgjöf og sjáum um eftirvinnslu verkefna. Við vinnum að því að veita verkefnum framhaldslíf með sýningum hérlendis og erlendis.

  • Marketing

    Við sjáum um markaðssetningu og almannatengsl verkefna. Við hönnum markaðssetningu í samtali við listræna stjórnendur, höfum yfirumsjón með kynningu verkefna á samfélagsmiðlum og sjáum um samtal við fjölmiðla.

  • General managment and project managemt

    Við tökum að okkur framkvæmastjórn einstakra verkefna en eigum einnig í langtíma samstarfi við listamenn og listahópa þar sem við sjáum um framkvæmdastjórn og allt sem viðkemur þeirra verkefnum. Við höfum umsjón með einstaka þáttum verkefna. Þetta geta t.a.m. verið minni verkefni innan hátíða og/eða utanumhald með ákveðnum þáttum verkefna.

  • Finance

    Við sjáum um fjármögnun, styrktarumsóknir og gerð fjárhagsáætlana, bæði í innlenda og erlenda sjóði. Einnig getum við séð um fjárhagsuppgjör og skýrslugerð að verkefnum loknum.

  • Artistic advice

    Þar sem við erum öll með listræna menntun getum við veitt listræna ráðgjöf í sköpunarferli verkefna. Einnig getum við veitt ráð varðandi val á samstarfsfólki.

  • Framhaldslíf

    Við vinnum að því að koma verkefnum í sýningu hérlendis og erlendis þannig að þau öðlist framhaldslíf. Við útbúum kynningarpakka ef þess er óskað og komum honum í réttar hendur.