Endastöð - upphaf

 

Tveir gamlir vinir á sjötugsaldri standa á tímamótum og leikhópurinn þeirra Lab Loki á afmæli. Endastöð - Upphaf er sviðslistaverk sem hófst í „Vinnubúðum sveina í skammdeginu“ á Tenerife en þar fóru viðburðir fram ýmist á víðavangi eða veraldarvefnum. Eftir heimkomuna lentu þeir í „burn outi“ og kölluðu þá til liðsauka, dóttur annars þeirra, sem tók að sér að vera listrænt Viagra

Endastöð - Upphaf er sviðslistaverk sem fjallar um hina óverðskulduðu þrenningu: upphafið, ástina og dauðann. Verkið er um hið guðdómlega tilgangsleysi tilverunnar, - unnið af meðvituðu metnaðarleysi vegna þess að allt er hégómi og eftirsókn eftir vindi.

Margs ber að minnast, mörgu ber að fagna og margt ber að kveðja, því: „Svo mörgum bræðra vorra varð þetta að dýpstu hvöt lífs þeirra: að komast burt“

Velkommen til Lab Loki’s gæstebud!

Árið 2017 fagnaði sviðslistahópurinn Lab Loki 25 ára starfsafmæli sínu og á þeim tímamótum bauð hópurinn til stefnumóts í Tjarnarbíó í mars sama ár.

Endastöð - Upphaf
Direttore Absoluto: Rúnar Guðbrandsson. 
Actoro Primo: Árni Pétur Guðjónsson
Attrice Prima: Aðalbjörg Árnadóttir
Actoro Giovane: Kjartan Darri Kristjánsson
Lighting design e della tecnologia: Actoro Giovane
Il costume principale e visual design: Filippía Elísdóttir
Video artista e supporto generale: Guðbrandur Loki Rúnarsson og Pétur Geir af Draugsætt 
Caposquadra: Davíð Freyr Þórunnarson.

 
Ljósmynd: Snorri Gunnarsson

Ljósmynd: Snorri Gunnarsson

Previous
Previous

Ég dey

Next
Next

Geim-mér-ei