Forspil að framtíð

Forspil að framtíð eftir Ævar Þór Benediktsson og Kjartan Ólafsson

Forspil að framtíð, eftir Ævar Þór Benediktsson og Kjartan Ólafsson, er blanda af sögustund og leiksýningu þar sem ævintýri af Norðurlöndunum eru sett á svið.

Með aðstoð gervigreindarinnar CALMUS verður til hljóðheimur sem á engan sinn líka, unninn upp úr tónum og umhverfi landanna sem sögurnar koma frá. Hefurðu til dæms einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig ísbjarnakór myndi hljóma? Hefurðu heyrt Norðurljósin óma? Hvernig gengur að spila á finnskt kantele á bólakafi í Lagarfljóti á meðan ormur reynir að éta mann?

 Falleg, skemmtileg og spennandi sýning fyrir alla fjölskylduna og þá helst meðlimi á bilinu 4 - 8 ára.

Sýnt í Norræna húsinu, vorið 2022.
Verkefnið var styrkt af Launasjóði listamanna, Sviðslistasjóði, Barnamenningarsjóði og Reykjavíkurborg.

Forspil að framtíð

Höfundar: Ævar Þór Benediktsson og Kjartan Ólafsson
Leikstjóri: Ævar Þór Benediktsson
Leikari: Svandís Dóra Einarsdóttir
Leikmynd og búningar: Tanja Huld Levý og Jökull Jónsson
Ljósahönnun og myndbönd: Kjartan Darri Ólafsson
Framkvæmdastjórn: Ragnheiður Maísól Sturludóttir - MurMur Productions
Aðstoð við leikmyndasmíð: Hrafnkell Guðmundsson
Hreyfimyndir: Helga Páley Friðþjófsdóttir
Ljósmyndir: Owen Fiene

Previous
Previous

Eyja

Next
Next

Haukur og Lilja - Opnun