Haukur og Lilja - Opnun

 

Haukur og Lilja eru á leið í veislu. Hún veit ekki í hvaða kjól hún á að fara, hún vill að Haukur ákveði það. Tíminn líður og veislan bíður meðan Lilja reynir af veikum mætti að vinna bug á óttanum sem hefur gagntekið hana. Kemur hún of snemma?

Á hún að halda ræðu? Mun hún setjast hjá rétta fólkinu? Og þegar hún fer, hvort hún eigi að kveðja eða bara fara? Og mun einhver hugsa um það að hún sé farin? Við kynnumst Hauki og Lilju og þeirra innra lífi og sambandi meðan þau hafa sig til.

Verkið var frumsýnt í Ásmundarsal í apríl 2021 og er fyrsta leikverkið sem sett hefur verið upp í salnum. Verkið hlaut 6 tilnefningar til Grímuverðlauna og hlaut þar af ein verðlaun: Edda Björg Eyjólfsdóttir sem leikkona ársins í aðalhlutverki.

Haukur og Lilja - Opnun
Framleiðsla: EP
Höfundarverk: Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Leikstjórn: María Reyndal
Leikendur: Edda Björg Eyjólfsdóttir & Sveinn Ólafur Gunnarsson
Leikmynd og búningahönnun: María Theodóra Ólafsdóttir
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlist: Stefán Magnússon
Hljóðfæraleikur: Stefán Magnússon & Þorvaldur Þór Þorvaldsson
Tæknimaður: Þóroddur Ingvarsson
Hár og förðun: Rakel Ásgeirsdóttir
Myndataka: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir
Framkvæmdastjórn: Edda Björg Eyjólfsdóttir & Davíð Freyr Þórunnarson

 
Ljósmynd: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Ljósmynd: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Previous
Previous

Forspil að framtíð

Next
Next

KOK