Hans Blær

Ljósmynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Ljósmynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl í uppsetningu Óskabarna ógæfunnar

„Róa sig. Ég er bara að reyna að vera svolítið skemmtilegt“

Hafið þið nokkurn tíma spurt ykkur hvaða eiginleika manneskja þyrfti að hafa til þess að þið gætuð verið þess fullviss að viðkomandi væri að öllu leyti, innra sem ytra, óferjandi skíthæll og viðundur?  

Og ef ekki – Hvers vegna í ósköpunum ekki?

Hans Blær Viggósbur er gjálífiströll með uppleysta sjálfsmynd, ofvirka tískuvitund og egó í hjartastað. Hán er glundroðamaskína í fjölkynja líkama sem lifir fyrir það eitt að storka heiminum og trekkja upp hina viðkvæmu.

Allt frá því hán komst fyrst í tæri við hamstrahjól fjöl- og félagsmiðlunar hefur Hans Blær verið á milli tannanna á þjóðinni, sem sýpur hveljur og skríkir til skiptis, en skemmtir sér alltaf vel.

Þegar upp kemst að Hans Blær hefur notað nauðgunarmeðferðarheimilið Samastað til þess að svala afbrigðilegum fýsnum sínum er hugsanlegt – rétt svo hugsanlegt – að samfélagið hafi loks fengið nægju sína og þjóðin sé hætt að flissa.

Hans Blær
Aðstandendur: Eiríkur Örn Norðdahl, Vignir Rafn Valþórsson, Brynja Björnsdóttir, Halla Ólafsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Sara Marti Guðmundsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Áslákur Ingvarsson, Roland Hamilton & Sveinn Óskar Ásbjörnsson.
Framleiðsla: Davíð Freyr Þórunnarson

Ljósmynd í banner: Steve Lorenz

Previous
Previous

Asparfell

Next
Next

Hún pabbi