Hún pabbi

hun-pabbi copy.jpg

Hún pabbi eftir Trigger Warning í samstarfi við Borgarleikhúsið

Í nútímasamfélagi eru fjölmörg tækifæri til þess að framleiða „hina fullkomnu útgáfu“ af sjálfum þér. Með hjálp samfélagsmiðla er auðvelt að stilla upp glansmynd af sjálfum sér, án erfiðleika, skammar og ­– kannski – sannleika.

En þetta er ekkert nýtt. Löngum hefur verið til fólk sem þorir ekki að lifa eftir eigin sannfæringu og framleiðir ímynd sína alla ævi. Fólk sem lifir í felum og dulbúningi því það þorir ekki að birta sitt sanna sjálf. Áhyggjur af því að einhver uppgötvi feluleikinn blandast saman við óttann við að særa sína nánustu og verða þeim til skammar.

Hannes Óli Ágústsson, leikari, upplifði aldrei nánd við föður sinn. Innst inni vissi Hannes að eitthvað var bogið við pabba sinn -- og dag nokkurn breyttist allt. Faðir hans lét sig einfaldlega hverfa og fram steig kona, þá 57 ára gömul, sem tilkynnti sínum nánustu að hún væri í raun ekki sá sem þau héldu öll þessi ár. Hún var ekki Ágúst Már. Hún var Anna Margrét.

Ótal spurningar vakna. Var líf þeirra allra lygi? Áttu þau að standa með þessari konu? Hvernig er hægt að styðja við bakið á ástvini sem aldrei hefur sýnt sína réttu hlið?

Og hvers vegna þagði hún í öll þessi ár? 
Leikverkið var frumsýnt í janúar 2017 í Borgarleikhúsinu

Hún pabbi
Höfundur og listrænn stjórnandi: Kara Hergils
Handritshöfundur: Halla Þórlaug Óskarsdóttir
Leikstjóri: Pétur Ármannson
Leikari: Hannes Óli Ágústsson
Tónlist: Högni Egilsson
Ljósahönnuður: Kjartan Darri Kristjánsson
Leikmynd: Þórdís Erla Zoega
Dramatúrg: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir
Framkvæmdastjóri / framleiðandi: Kara Hergils

Ljósmynd á banner: Owen Fiene

Previous
Previous

Hans Blær

Next
Next

ÍKEA ferðir