Hvíta tígrisdýrið

Hvíta tígrisdýrið í uppsetningu leikhópsins Slembilukku í samstarfi við Borgarleikhúsið.

Hvíta tígrisdýrið er nýtt íslenskt barnaverk eftir Bryndísi Ósk Þ. Ingvarsdóttur í uppsetningu leikhópsins Slembilukku. Verkið fjallar um Gírastúlkuna, Klakadrenginn og Ósýnilegu stúlkuna sem búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þeim hefur verið talin trú um að veröldin fyrir utan sé hættuleg og ekki bætir úr skák að Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Getur verið að fullorðnir viti ekki alltaf best?

Hvíta tígrisdýrið er ævintýri um börn sem eru stærri en þau halda og fullorðið fólk sem er minna en það telur sig vera.

Verkið var frumsýnt í febrúar 2023 í Borgarleikhúsinu og sýnt aftur í febrúar 2024.
Verkið var styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði listamanna og Reykjavíkurborg.

Hvíta tígrisdýrið

Höfundur: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
Leikstjóri: Guðmundur Felixson
Konan með kjólfaldinn: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
Klakadrengurinn: Jökull Smári Jakobsson
Ósýnilega stúlkan: Laufey Haraldsdóttir
Gírastúlkan: Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Leikmynda- og búningahönnun: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
Hljóðmynd og tónlist: Eygló Höskuldsdóttir Viborg
Aðstoðarleikstjóri: Magnús Thorlacius
Framkvæmdarstjóri: Ragnheiður Maísól Sturludóttir - MurMur Productons
Ljósahönnun: Kjartan Darri Kristjánsson
Aðstoð við búninga: Katla Yamagata
Astoð við gervi: Sara Friðgeirsdóttir
Aðstoð á æfingum: Jón Hafstein
Ljósmyndir: Leifur Wilberg Orrason

Previous
Previous

Sund

Next
Next

Marat Sade