Myrkir músíkdagar 2021

 
Instagram_post_1080x1080.png

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er áhersla hátíðarinnar að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur.

Myrkir Músíkdagar fara alla jafn fram í janúar en sökum heimsfaraldurs þurfti að fresta flestum viðburðum hátíðar þar til í janúar 2022. Haldnir voru tveir streymisviðburðir í samstarfi við International Contemporary Ensemble frá New York. Annars vegar var um að ræða málþing um Anthony Braxton, eitt áhrifamesta samtímatónskáld í dag og hinsvegar tónleika með International Contemporary Ensemble og Skerplu Ensemble frá Listaháskóla Íslands þar sem flutt voru verk eftir Anthony Braxton og Bergrúnu Snæbjörnsdóttur. Tónleikarnir fóru fram í beinu samstilltu streymi og var tónlistarfólkið statt á sitthvorum staðnum.

Myrkir músíkdagar 2021
Listrænn stjórnandi: Ásmundur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Ragnheiður Maísól Sturludóttir
Kynningarfulltrúi: Davíð Freyr Þórunnarsson

 
Previous
Previous

List án landamæra

Next
Next

Sequences VII