Back to All Events

Forspil að framtíð


  • Norræna húsið Sæmundargata Reykjavík Iceland (map)

Næstu sýningar:

26. mars, laugardagur - kl. 15:00
27. mars, sunnudagur - kl. 15:00

Athugið - einungis þessar sýningarhelgar

Forspil að framtíð, eftir Ævar Þór Benediktsson og Kjartan Ólafsson, er blanda af sögustund og leiksýningu þar sem ævintýri af Norðurlöndunum eru sett á svið. Með aðstoð gervigreindar verður til hljóðheimur sem á engan sinn líka. Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig ísbjarnakór myndi hljóma? En hefurðu heyrt Norðurljósin syngja? Falleg og skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna og þá helst meðlimi á bilinu 4-8 ára.

Forspil að framtíð er sýnt í Norræna húsinu

Aðstandendur
Höfundur texta og leikstjóri: Ævar Þór Benediktsson
Tónskáld: Kjartan Ólafsson
Leikari: Svandís Dóra Einarsdóttir
Leikmynd og búningar: Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir
Leikmynd: Jökull Jónsson
Ljósahönnun: Kjartan Darri Kristjánsson
Framleiðandi: Ragnheiður Maísól Sturludóttir
Aðstoð við leikmyndasmíð: Hrafnkell Guðmundsson
Kynningarefni: Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir og Jökull Jónsson

Verkefnið er styrkt af Launasjóði listamanna, Sviðslistasjóði, Barnamenningarsjóði og Reykjavíkurborg.

 
Previous
Previous
March 13

Manndýr

Next
Next
March 26

Þoka