Óperan KOK

Ljósmynd: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttur

Ljósmynd: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttur

 Óperan KOK eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur í uppsetningu leikhópsins Svartur jakki.

KOK er byggð á samnefndri ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur sem kom út árið 2014, Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir verkinu. Ljóðabókin vakti mikla athygli þegar hún kom út og var m.a. tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ljóðin fjalla á óvenju beinskeyttan hátt um samband og sambandsleysi, ást og andúð, þrá og skeytingarleysi þar sem mannlegt eðli er afhjúpað í öllum sínum dýrlega breyskleika. Þórunn Gréta heyrði Kristínu lesa upp úr ljóðabókinni og vissi strax að hún vildi gera óperu byggða á ljóðunum. 

Ljóðabókin sjálf er mjög sjónræn en Kristín blandar saman ljóðum og myndlist. Sviðsetning óperunnar byggði mjög á hinu sjónræna en stór hluti frásagnarinnar í verkinu var vídjóvörpun sem kallaðist á við tónlistina. 

Óperan KOK var frumsýnd 5. maí 2021 í Borgarleikhúsinu og var hluti af hátíðinni Óperudagar. 

Óperan KOK
Flytjendur: Hanna Dóra Sturludóttir - mezzósópran, Una Sveinbjarnardóttir - fiðla og Katie Buckley - harpa
Tónskáld: Þórunn Gréta Sigurðardóttir
Höfundur texta: Kristín Eiríksdóttir
Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir
Leikmynd og búningar: Steinunn Eyja Halldórsdóttir
Myndbandshönnun: Sigurður Möller Sívertsen
Ljósahönnun: Pálmi Jónsson
Framleiðandi: Ragnheiður Maísól Sturludóttir

Previous
Previous

Haukur og Lilja - Opnun

Next
Next

The Last Kvöldmáltíð