ÍKEA ferðir

Ljósmynd: Brynja Björnsdóttir

Ljósmynd: Brynja Björnsdóttir

ÍKEA ferðir eftir 16 elskendur

Í aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008 var rýrnun krónunnar farin að hafa áhrif á neysluvenjur þjóðarinnar. Ferðaskrifstofan ÍKEA ferðir var sett á fót til að koma til móts við óslökkvandi ferðaþorsta Íslendinga; boðið var upp á heimsreisu, 100% hreina upplifun, án þess að fara út fyrir hússins dyr.

Í iðnaðarhúsnæði við Grandagarð innréttuðu 16 elskendur sína útgáfu af heiminum og buðu gestum með sér í ferðalag. ÍKEA ferðir var óhefðbundin leiksýning þar sem áhorfendur tóku virkan þátt í framgangi sýningarinnar. ÍKEA ferðir byggði á rannsókn 16 elskenda á samfélaginu í aðdraganda efnahagshruns, haustið 2008; á upplifunarorðræðu, krepputali, hnattvæðingu, steríótýpum og fordómum.

Ferðaskrifstofan ÍKEA ferðir var opnuð í september 2008 og var eitt fyrsta fyrirtækið sem fór á hausinn í hruninu. Sextán elskendur opnuðu nýtt útibú ÍKEA ferða í Færeyjum sem hluti af Norrænum sviðlistadögum 24.-28 maí 2016.

ÍKEA ferðir
Þátttakendur: Aðalbjörg Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ylfa Ösp Áskelsdóttir
Verkefnastjóri Færeyjaferðar: Davíð Freyr Þórunnarson

Previous
Previous

Hún pabbi

Next
Next

Þær spila blak