Þær spila blak

Ljósmynd: Ragnheiður Maísól Sturludóttir

Ljósmynd: Ragnheiður Maísól Sturludóttir

Þær spila blak Hallelúja / It´s Volleyball Hallelujah er leiksýning þar sem áhorfendur eru leiddir í allan sannleika um íslenskt öldungablak. Eitt sinn stigu blak- og leikkonurnar Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir inn í stórmerkilegan heim Öldungablaks. Fimm öldungamótum, fjölmörgum verðlaunapeningum og alvöru íþróttameiðslum síðar, bjóða þær áhorfendum að gægjast inn í þennan margslungna heim.

Þær spila blak Hallelúja var frumsýnt í íþróttahúsinu í Hlíðaskóla í ágúst 2016 sem hluti af hátíðinni Every Body’s Spectacular. Hlutu þær stöllur tvennar tilnefningar til Grímunar 2017: Sproti ársins og fyrir dans- og sviðshreyfingar. Verkið gaf af sér heilt blaklið sem samanstóð af þeim Ylfu og Aðalbjörgu og nokkrum úr þeim áhorfendahópi sem sýninguna sóttu. Liðið hlaut nafnið Áhorfendur og tók þátt í öldungamótinu í blaki árið 2017 og 2018.

Þær spila blak
Höfundur og leikur: Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir
Sýningarstjóri og leikur: Ragnheiður Maísól Sturludóttir
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Framleiðsla: Davíð Freyr Þórunnarson

Previous
Previous

ÍKEA ferðir

Next
Next

Lóaboratoríum