Kæra manneskja

Ljósmynd: Steve Lorenz

Ljósmynd: Steve Lorenz

Kæra manneskja eftir Valgerði Rúnarsdóttur

„Kæra manneskja

Hefur þú einhvern tíma tekið eftir því hvernig tilveran gengur hring eftir hring? Fyrst ertu barn, svo eignast þú kannski börn, sem eignast börn. Þú andar inn, andar út, inn, út, sífelldar endurtekningar, stórar sem smáar, hring eftir hring. Þú þarft súrefni til að lifa, en að lokum verður úr þér allur vindur. Af moldu ertu komin, að moldu skalt þú aftur verða. Þú ert nátengd náttúrunni og hringrásin þín og hennar eru samstilltar. Þú þarfnast hennar. Allt hefur áhrif, kæra manneskja, og vonandi munu þessar hugleiðingar fá þig til þess að sjá stöðu þína í hringrás lífsins í nýju ljósi. 

Með kærum kveðjum“

Kæra manneskja
Danshöfundur: Valgerður Rúnarsdóttir 
Dansarar/sviðslistamenn: Ragnar Ísleifur Bragason, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir 
Tónlist: Áskell Harðarson
Leikmynd og búningar: Ragnheiður Maísól Sturludóttir 
Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson 
Framleiðsla: Davíð Freyr Þórunnarson

Previous
Previous

Lóaboratoríum

Next
Next

Velkomin heim