Velkomin heim

 

Velkomin heim eftir Trigger Warning í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Í leiksýningunni Velkomin heim segir leikkonan María Thelma Smáradóttir sögu sína og móður sinnar sem kom til Íslands fyrir tæpum 30 árum síðan. 

Vala Rún fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi um miðja 20. öldina. Hún veit ekki hvenær hún á afmæli, bara að hún fæddist einhvern tímann á monsúntímabilinu. Hún kynntist aldrei föður sínum, missti móður sína þriggja ára og var meira og minna á eigin vegum eftir það. Völu Rún fannst hún aldrei eiga heima í Taílandi en á Íslandi leið henni eins og hún væri komin heim. Hvað er það að eiga heima einhvers staðar? 

Verkið tekur einnig á því hvernig er að vera dóttir innflytjanda, alast upp á milli tveggja menningarheima og að vera Íslendingur með blandaðan uppruna.  

Verkið heimsótti hátíðina Act Alone árið 2019 og fór svo á tveggja mánaða sýningarferðalag Þjóðleikhússins í alla grunnskóla landsins þar sem það var sýnt í yfir 60 skipti.

Verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2019.

Velkomin heim
Höfundur og leikkona: María Thelma Smáradóttir
Leikstjórar og meðhöfundar: Andrea Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils
Tónsmiðir: Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Leikmynda- og búningahönnuður: Eleni Podara
Ljósahönnuður: Hafliði Emil Barðason
Framkvæmdastjóri / framleiðandi: Kara Hergils

 
Ljósmynd: Owen Fiene

Ljósmynd: Owen Fiene

Previous
Previous

Kæra manneskja

Next
Next

Vakúm