Piparfólkið

Piparfólkið í sviðsetningu leikhópsins Díó

Gamansöm rannsóknar-revía um ótta við orkuskipti og reykvískan langafa sem á sér leyndarmál.

Þegar Aðalbjörg kemst að óvæntu leyndarmáli langafa síns, hefst atburðarás sem er í senn hröð og spennandi.

Díó samanstendur af sviðslistakonunum Aðalbjörgu Árnadóttur og Ylfu Ösp Áskelsdóttur. Markmið þeirra er að gefa hversdagsleikanum epískan blæ, og fara örlítið rangt með sagnfræðilegar og persónulegar heimildir.

Verkefnið var frumsýnt í Kornhlöðunni Bankastræti 2, 10. nóvember 2023 og sýnt á ensku á LÓKAL/RDF 16. nóvember 2023. Piparfólkið verður tekið upp aftur leikárið 2024/25. Staðsetning óákveðin. Verkið er túranlegt

Verkefnið hlaut styrk úr Sviðslistasjóði og Starfslaunasjóði listafólks

Piparfólkið

Höfundur: Aðalbjörg Árnadóttir, Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Guðni Eyjólfsson
Leikstjórn: Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir
Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
Höfundur tónlistar og hljóðmyndar: Georg Kári Hilmarsson
Lagahöfundur sönglags: Egill Andrason
Hljóðblöndun: Kristinn Gauti Einarsson
Aðstoð við dramatúrg: Hannes Óli Ágústsson
Hár og förðun: Sara Friðgeirsdóttir
Flytjendur: Aðalbjörg Árnadóttir, Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Hannes Óli Ágústsson
Gestastjarna: Ný á hverju sýningarkvöldi
Framleiðsla: Davíð Freyr Þórunnarson fyrir MurMur production

Previous
Previous

Aðventa

Next
Next

Fúsi